Velferðamál

Hafnarfjörður – Samfélag fyrir alla

Velferðin og fjölskyldan í fyrirrúmi

Velferðarstefna jafnaðarmanna hvílir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Jöfnuður og öflug velferðarþjónusta eru forsenda réttláts samfélags, skapa öryggi og enfahagslegan stöðugleika.

Samfylkingin leggur áherslu á að öll þjónusta grundvallist á virðingu fyrir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti hvers einstaklings.

Samfylkingin ætlar að leita allra leiða til þess að lækka álögur á fjölskyldur í bænum.

 

Öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum

Eitt stærsta verkefni jafnaðarmanna frá upphafi hafa verið húsnæðimál enda húsnæðisöryggi öllum fjölskyldum mikilvægt. Ráðast verður í kraftmiklar aðgerðir strax vegna ástandsins á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Uppbygging nýrra lausna á húsnæðismarkaði verður að mæta þörfum allra hópa. Mikilvægt er að huga að þörfum ungs fólks sem er að koma sér upp sínu fyrsta húsnæði. Bæjarfélagið þarf að tryggja nægt framboð af fjölbreyttum lóðum þar sem komið er til móts við þessar ólíku þarfir. Einnig á Hafnarfjarðarbær að taka höndum saman við félög launþegahreyfingarnnar, sem ekki eru rekin í hagnaðarsjónarmiði, um uppbyggingu leiguíbúða á viðráðanlegum kjörum. Í Hafnarfirði á að byggjast upp öruggur leigumarkaður samhliða uppbyggingu annarra húsnæðiskosta.

 

Sjálfstæð búseta og virk velferðarstefna

Samfylkingin leggur áherslu á sjálfstæða búsetu og að þjónustan sé sniðin að persónulegum þörfum hvers og eins. Samfylkingin vill tryggja heildstæða þjónust við fatlað fólk sem mætir þörfum hvers og eins.

Samfylkingin í Hafnarfirði leggur áherslu á virka velferðarstefnu sem miðar að því að virkja fólk til þátttöku í samfélaginu og hjálpa því að komast aftur út á vinnumarkaðinn.

 

Á næstu fjórum árum viljum við …

 • tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur
 • byggja upp öruggan leigumarkað samhliða uppbyggingu annarra húsnæðiskosta
 • taka höndum saman við félög sem ekki eru rekin í hagnaðarsjónarmiði um uppbyggingu á stúdentaíbúðum, íbúðum fyrir aldraða og tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga
 • lækka álögur á fjölskyldur í bænum
 • gera Hafnarfjörð að fyrirmyndarbæ í aðgengismálum þannig að bærinn verði aðgengilegur fyrir alla
 • halda áfram að fjölga NPA samningum hjá bæjarfélaginu þannig að fleiri geti nýtt sér þá þjónustu
 • fjölga og auka enn frekar búsetúrræðum fyrir fatlað fólk
 • þrýsta á um að ferðaþjónusta fatlaðs fólk mæti betur þörfum þeirra sem nýta sér þjónustuna og fjölga þeim ferðum sem hver og einn á rétt á
 • efla heimaþjónustu fyrir eldri bæjarbúa og þrýsta á ríkið um að ábyrgð á framkvæmd heimahjúkrunar færist yfir til bæjarfélagsins svo hægt sé að samþætta þjónustuna
 • berjast fyrir því að heimahjúkrun verði aftur staðsett í Hafnarfirði
 • berjast fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði
 • styðja við virkni eldri bæjarbúa í samfélaginu m.a. með þátttöku í heilsueflingu
 • auka aðgengi nýrra Íslendinga í Hafnarfirði að íslensku – og móðurmálsnámi
 • efla þjónustu við nýja Íslendinga og hjálpa þeim fjölskyldum sem hafa nú þegar sest að í bænum að aðlagast samfélaginu sem best
 • gera stórátak í forvarnarmálum hjá bænum, sem lúta m.a. að forvörnum gegn eiturlyfum, áfengi og hvers kyns ofbeldi
 • berjast fyrir eflingu heilsugæslunnar og fjölgunar heimilislækna í bænum
 • berjast fyrir heildrænni þjónustu við fjölskyldur langveikra barna sem mætir raunverulegri þörf
 • berjast fyrir fjölgun sálfræðinga í skólum og heilsugæslum
 • koma á reglubundnu samstarfi við Rauða Krossinn og Frú Ragnheiði (heilsugæsla á hjólum)
 • leita leiða til þess að stytta vinnuvikuna hjá starfsmönnum bæjarins m.a. með að setja af stað tilaunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna á ákveðnum stofnunum Hafnarfjarðarbæjar