XS – Að sjálfsögðu!
Við ætlum strax að ráðast í kraftmiklar aðgerðir í húsnæðismálum. Við ætlum að stórauka samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög með það að markmiði að bjóða upp á fjölbreytt og hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, eldri borgara og tekjulága og fólk með millitekjur.
Við ætlum að leita allra leiða til að lækkar álögur á fjölskyldur í bænum og bæta þjónustu, m.a. með auknum systkinaafslætti þar sem það er mögulegt.
Við ætlum að hækka frístundastyrki fyrir börn og ungmenni um 20.000 kr. á ári, eða úr 54.000 kr. í 74.000 kr. og miða frístundastyrk við 5 ára aldur barna.
Við ætlum að fjölga leikskólum og koma á fót ungbarnadagvistun sem mætir þörfum barna í bið eftir leikskólaplássi og samhliða þessu ætlum við einnig að efla dagforeldrakerfið til þess að mæta þörfum barna og foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi.
Við ætlum markvisst að auka íbúalýðræði og virkt samráð um stór mál sem smá. Við hlustum í raun á raddir bæjarbúa.
Við ætlum að gera stórátak í að bæta göngu,- hjóla- og reiðstíga í bæjarlandinu og tengingar þeirra við önnur bæjarfélög. Einnig að tryggja vegabætur sem greiða fyrir bílaumferð og almenningssamgöngum.
Samfylkingin er reiðubúin til að taka við stjórn bæjarins að loknum kosningum 14. maí næstkomandi. Við erum tilbúin í verkin og bendum með stolti á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði. Eftir kyrrstöðu síðustu ára undir stjórn núverandi meirihluta munu Hafnfirðingar strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stjórnarháttum í bænum þegar Samfylkingin tekur við stjórn hans.