Stefnuskrá Samfylkingarinnar 2018

Fólkið í forgang

Fólkið í forgang

Stóraukum framboð á húsnæði á viðráðanlegum kjörum

Samfylkingin er velferðarflokkur sem leggur áherslu á að allir geti búið í öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Tryggja þarf nægt framboð af lóðum og bjóða upp á fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði. Hafnarfjörður hefur dregist aftur úr hvað varðar uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og því þarf að breyta.

Stórsókn í leikskólamálum

Brýnt er að blása til stórsóknar í leikskólamálum. Byggja þarf fleiri leikskóla, ungbarnadeildir og sérhæfða ungbarnaleikskóla samhliða því að fjölga leikskólakennurum. Mikilvægasta verkefnið er að hefja strax byggingu leikskóla í Suðurbæ (Öldutúnsskólahverfi).

Stóreflum heimaþjónustu og mætum ólíkum þörfum eldri borgara

Mikilvægt er að mæta ólíkum þörfum stækkandi hópi eldri borgara. Fjölga þarf hjúkrunarrýmum samhliða því að stórefla heimaþjónustu og tryggja að það verði raunverulegur valkostur að fólk geti búið sem lengst heima.

Bær fyrir alla

Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna og okkar megin hugsjón er að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu. Við viljum eitt samfélag fyrir alla, samfélag sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, heilbrigðri samkeppni og mannréttindum.

10 aðrar ástæður til að kjósa okkur

  1. Öflugir grunnskólar
  2. Stytting vinnuviku
  3. Umbætur í samgöngumálum í og við Hafnarfjörð
  4. Leggjum áherslu á lýðræðismál
  5. Barnasáttmálinn
  6. Skapandi bær
  7. Fjölbreytt atvinnulíf
  8. Útivistarperlur
  9. Umhverfisvænn bær
  10. Eflum lýðheilsu