Frambjóðendur

Stefnan

XS – að sjálfsögðu
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Stefnuskrá Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur Íslands og hann byggir stefnu sína og störf á jöfnuði, frelsi, lýðræði, jafnrétti og samábyrgð. Sérhverjum einstaklingi skulu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða. Tryggja skal jöfnuð og öll eigum við rétta á heilbrigðisþjónustu, menntun og annarri samfélagslegri þjónustu óháð efnahag.

Velferðarstefna á traustum grunni

Velferðarstefna jafnaðarmanna hvílir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Öflug velferðarþjónusta er forsenda réttláts samfélags og hún skapar öryggi og efnahagslegan stöðugleika. Velferðarþjónusta bæjarins á að virða sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt hvers og eins og við ætlum að leita allra leiða til þess að lækka álögur á fjölskyldur.

Húsnæðismál eru velferðarmál

Húsnæðismál hafa alla tíð verið meginverkefni jafnaðarmanna enda nálgumst við húsnæðismál sem velferðarmál. Markaðurinn á ekki að vera einráður um húsnæðismál. Við ætlum að ráðast í kraftmiklar aðgerðir í húsnæðismálum að loknum kosningum til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum og horfa til félagslegra lausna í þeim efnum.

Íbúalýðræði og virkt samráð

Lýðræðismál eru okkur í Samfylkingunni hugleikin og við leggjum því mikla áherslu á íbúalýðræði og virkt íbúasamráð. Stjórnsýslan á vera opin og gagnsæ og ábyrg fjármálastjórn er forsenda þess að vel takist til í rekstri sveitarfélagsins.

Við förum í verkin

Samfylkingin er reiðubúin til að taka við stjórn bæjarins að loknum kosningum 14. maí næstkomandi. Við erum tilbúin í verkin og bendum með stolti á verk jafnaðarmanna fyrr og síðar í Hafnarfirði. Eftir kyrrstöðu síðustu ára undir stjórn núverandi meirihluta munu Hafnfirðingar strax skynja og finna þann sóknarhug sem mun fylgja nýjum stjórnarháttum í bænum þegar Samfylkingin tekur við stjórn hans.

Við gefum nú út ítarlega stefnuskrá og í henni nálgumst við stór og lítil viðfangsefni af skilningi og raunsæi. Undir stjórn jafnaðarmanna verður Hafnarfjörður á ný fyrirmyndarsveitarfélag á hinum ýmsu sviðum. Við munum láta verkin tala og það er hægt að taka mark á orðum okkur.

Vertu með í nýrri sókn jafnaðarmanna
XS, Samfylkingin og Hafnarfjörður
Að sjálfsögðu!

Efnisyfirlit

  1. Velferðar,- fjölskyldu- og húsnæðismál
  2. Umhverfis,- skipulags- og samgöngumál
  3. Fræðsla og menntun
  4. Frístundabærinn Hafnarfjörður
  5. Atvinnu, menningar- og ferðamál
  6. Lýðræðisbærinn Hafnarfjörður

Create a website or blog at WordPress.com

%d bloggurum líkar þetta: