Bær fyrir alla


Bær fyrir alla

Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna og okkar megin hugsjón er að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu. Við viljum eitt samfélag fyrir alla, samfélag sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, heilbrigðri samkeppni og mannréttindum.

Fjölskylduvænn bær

  • Minnkum álögur á barnafjölskyldur með því að draga úr gjaldtöku og taka skref í átt að því að gera leik- og grunnskóla gjaldfrjálsa. Hækkum frístundastyrki og tryggjum börnum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi með aukinni áherslu á listnám
  • Leggjum áherslu á samveru fjölskyldna með skrefum í átt að styttingu vinnuviku og styttum vinnudag barna með aukinni samþættingu skóla og frístunda.
  • Eflum miðbæinn okkar enn frekar og bætum grænu svæðin svo bæjarbúar geti notið útivistar og samverustunda.

Heilsuefling, virkni og jöfn tækifæri

  • Stuðlum að bættri geðheilsu og geðrækt. Leggjum sérstaka áherslu á unga fólkið okkar með því að auka sálfræðiþjónustu í grunnskólum bæjarins og mæta betur þörfum fólks með fíknivanda samhliða því að taka forvarnarmál föstum tökum.
  • Förum í átak gegn hvers kyns ofbeldi, einelti og áreitni. Við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og nærgætni.
  • Tökum vel utan um mál fólks með fatlanir. Virkjum fólk til þátttöku í samfélaginu og tryggjum val um sjálfstæða búsetu.
  • Styðjum við fjölmenningu og leggjum áherslu á að auka þátttöku og tækifæri fólks með annað móðurmál en íslensku.

Create a website or blog at WordPress.com

%d bloggurum líkar þetta: