10 aðrar ástæður til að kjósa okkur


10 aðrar ástæður til að kjósa okkur

  1. Öflugir grunnskólar
    Eflum faglegt sjálfstæði skólanna og aukum svigrúm þeirra til að móta eigin stefnu. Tryggjum faglegt umhverfi sem laðar að gott starfsfólk og vinnum að leiðum til að draga úr álagi á starfsfólk skóla. Aukum vægi list-, verk- og tæknigreina og tryggjum þannig fjölbreytt val í skólastarfi.
  1. Stytting vinnuviku
    Tökum markviss skref í styttingu vinnuvikunnar í stofnunum bæjarins og leggjum þannig okkar af mörkum til að fjölga samverustundum fjölskyldna.
  1. Umbætur í samgöngumálum í og við Hafnarfjörð
    Umferð í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist mikið á undanförnum árum bæði vegna aukins ferðamannastraums, fjölgun íbúa og ekki síst fjölgun þeirra sem sækja vinnu á milli sveitarfélaga. Markviss uppbygging almenningssamgangna og stuðningur við Borgarlínuverkefnið samhliða því að auka hlut gangandi og hjólandi í umferðinni er hluti af þeim umbótum.
  1. Leggjum áherslu á lýðræðismál
    Leggjum áherslu á lýðræðislega þátttöku íbúa og aukið aðgengi fólks að ákvarðanatöku þannig að forgangsröðun framkvæmda sé tekin í samráði og sátt við íbúa og hagsmunaaðila.
  1. Barnasáttmálinn
    Innleiðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allt starf, reglur og samþykktir bæjarins og gerum Hafnarfjörð að Barnvænu samfélagi.
  1. Skapandi bær
    Í lifandi bæ er mikilvægt að menning og listir fái að blómstra. Bætum aðstöðu og aðgengi að menningu og listum. Styðjum betur við frumkvöðlastarf, sprotafyrirtæki og skapandi greinar. Bætum mannlíf í miðbænum og styðjum við uppbyggingu á Flensborgarhöfn.
  1. Fjölbreytt atvinnulíf
    Styðjum við kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að samfélagið blómstri.
  1. Útivistarperlur
    Við Hafnfirðingar eigum dýrmætar útivistarperlur. Bætum aðstöðuna svo fleiri geti notið þeirra.
  1. Umhverfisvænn bær
    Tökum markviss skref í aðgerðum sem bæta umhverfi okkar. Drögum úr plastnotkun og fjölgum rafhleðslustöðvum í bænum
  1. Eflum lýðheilsu
    Stuðlum að aukinni lýðheilsu fyrir fólk á öllum aldri. Tökum upp samgöngusamninga við starfsfólk bæjarins og bætum göngu- og hjólastíga. Gerum skólalóðirnar okkar og græn svæði aðgengilegri almenningi og lengjum opnunartíma sundlauga til samræmis við nágrannasveitarfélögin.

Create a website or blog at WordPress.com

%d bloggurum líkar þetta: