Skipulagsmál

Skipulagsmál

Samfylkingin er leggur áherslu á að allir geti búið í öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Tryggja þarf nægt framboð af lóðum og bjóða upp á fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði. Hafnarfjörður hefur dregist aftur úr hvað varðar uppbyggingu á íbúðarhúsnæði og því þarf að breyta.

Samfylkingin vill að lífsgæði íbúa séu í forgangi þegar kemur að skipulagi. Horfa þarf á heildarmyndina jafnt sem mannleg smáatriði í umhverfinu þegar ný hverfi eru skipulögð og eldri svæði þróast. Skipulag þarf að vera fjölbreytt, bæði hvað varðar nýtingu lóða innan hverfa og eins íbúðagerða innan lóða. Stuðla þarf að jöfnu framboði lóða til nýbygginga, bæði með þéttingu byggðar og nýjum hverfum. Nauðsynlegt er þó að tryggja að þétting skerði ekki lífsgæði þeirra íbúa sem fyrir eru. Samfylkingin leggur áherslu á lýðræðislega þátttöku íbúa, aukið aðgengi fólks að ákvarðanatöku og samráði við íbúa áður en ákvarðanir eru teknar.

Samgöngur þurfa að vera góðar og stuðla verður að því að gangandi og hjólandi vegfarendum verði gert jafn hátt undir höfði og öðrum samgöngumátum.

Mikilvægt er að halda uppi þrýstingi á ríkið um umbætur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum Hafnarfjörð. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur aukist mikið vegna fjölgunar íbúa sem og aukins ferðamannastraums. Reykjanesbrautin klýfur bæinn í tvennt og töluverð slysahætta myndast þegar íbúar þurfa að þvera brautina til að sækja verslun og þjónustu. Umferðarþunginn hefur orðið til þess að fleiri aka í gegnum íbúðarhverfi í grennd við brautina þar sem víða er 30 km hámarkshraði. Allt þetta skapar mikla hættu. Brýnast er að ljúka tvöföldun á kaflanum frá Kaldárselsvegi að gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Ekki síður mikilvægt er gera endurbætur á tvennum gatnamótum á vegkaflanum frá Kaplakrika að Lækjargötu.

 

 Á næstu fjórum árum viljum við …

  • stuðla að uppbyggingu húsnæðis fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur
  • byggja upp öruggan leigumarkað samhliða uppbyggingu annarra húsnæðiskosta.
  • taka upp samstarf við félög sem ekki eru regin í hagnaðarsjónarmiði um uppbyggingu á stúdentaíbúðum, íbúðum fyrir aldraða og tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga.
  • berjast fyrir varanlegri lausn á umferðarflæði um Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð í samstarfi við ríkið. Að brautin verði sett stokk á milli Hlíðartorgs og FH- Torgs.  Einnig þarf að tvöfalda brautina sem fyrst frá Kaldársselsvegi að Krýsuvíkurvegi
  • uppbyggingu á almenningssamgöngum og styðja við Borgarlínuverkefnið og efla innanbæjarkerfi strætó.
  • efla miðbæinn okkar og varðveita bæjarmyndina
  • bæta grænu svæðin svo bæjarbúar geti notið útivista og samverustunda.
  • merkja og bæta aðstöðu til útivistar í upplandi bæjarins
  • gera betri göngu- og hjólastígatengingar til nærliggjandi sveitarfélaga
  • halda áfram þéttingu byggðar þar sem þess er kostur enda styður hún við ýmis miklvæg verkefni t.d. uppbyggingu hvers kyns þjónustu og almenningssamgangna