Sigrún Sverrisdóttir tók þátt í að reka minnsta sveitarfélag landsins

Sigrún Sverrisdóttir hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún gekk í ungliðadeild björgunarsveitar Hafnarfjarðar aðeins 13 ára gömul og var komin á útkallslista aðeins 18 ára að aldri. Hún hefur komið að rekstri heils sveitarfélags, rekið sundlaug og kennir nú skyndihjálp hjá Björgunarskólanum. Nú er hún komin í framboð og skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar.  Sjá greinina í heild á  baerinnokkar.is