Niðurstöður kosninganna

Kæru vinir,

Niðurstöður kosninganna eru sannarlega vonbrigði. Það var sárt að missa þriðja manninn á lokametrunum þrátt fyrir að halda fylgi okkar. Svo mjótt var á munum að við höfum óskað eftir endurtalningu á atkvæðum. Niðurstaðan verður því ekki endanlega ljós fyrr en í vikunni.

Um leið og ég óska öðrum framboðum til hamingju með sinn árangur vil ég þakka ykkur öllum sem treystuð okkur fyrir ykkar atkvæði. Takk fyrir góðar móttökur og hlýhug á síðustu vikum ❤️

Sérstaklega vil ég þakka öllu því góða fólki sem skipaði listann okkar og öðrum sem unnu með okkur í kosningabaráttunni. Frábær og samhentur hópur sem lagði nótt við nýtan dag að kynna okkar málefni og hugsjónir.

Við höfum barist heiðarlega og kröftuglega, og getum verið sátt við okkar framlag. Kjósendur hafa valið og við tökum niðurstöðunni af æðruleysi.

Við erum þó hvergi nærri hætt að berjast fyrir réttlátu samfélagi og munum leggja okkur fram við að halda þeim málstað á lofti næstu fjögur árin.

Ást og friður 

Adda Maria Jóhannsdóttir