Lokaspretturinn

Í kosningunum á laugardaginn mun hvert einasta atkvæði skipta máli fyrir Samfylkinguna. Nú er aðeins dagur til kosninga og margar hendur vinna létt verk! Við viljum því hvetja þig til að leggja baráttu okkar lið því hvert einasta samtal og símtal skipta máli og þegar talið verður upp úr kössunum viljum við öll geta sagt að við gerðum okkar allra besta til að tryggja réttlátara samfélag.
Hér fyrir neðan er dagskráin fram að kosningum, endilega mætið og takið þátt!

Við ætlum að halda áfram að dreifa rósum og hringja út, endilega komið við.
Kosningarskrifstofan okkar að Strandgötu 43 er opin í dag kl. kl. 12:00 – 21:00

Kosningakaffið hjá okkur verður á laugardaginn kl. 10-18 í kosningaskrifstofunni, kosningavakan verður á sama stað og hefst kl.20.

Samfylkingin í Hafnarfirði býður kjósendum upp á akstur á kjörstað á kjördag, hafið samband í síma: 7669458.
Við bjóðum einnig uppá akstur fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Síðast en ekki síst, mætum á kjörstað og nýtum kosningaréttinn!
Baráttukveðjur,
Frambjóðendurnir