Íþróttir- og tómstundir

Íþróttir- og tómstundir

Samfylkingin í Hafnarfirði leggur mikla áherslu á að efla lýðheilsu í bænum. Liður í því er að skapa aðstöðu svo hreyfing og heilbrigður lífsstíll verði hluti af daglegu lífi. Forvarnarstarf og fræðsla skiptir miklu máli því þannig fá íbúar þau tæki og tól sem þeir þurfa til þess að gera heilbrigðan lífsstíl hluta af daglegu lífi sínu.

Við viljum efla starfsemi félagsmiðstöðva á næstu árum til þess að tryggja nægt framboð af fjölbreyttum tómstundum. Með öflugri starfsemi félagsmiðstöðva þar sem boðið er upp á fjölbreytta starfsemi og öflugt hópastarf drögum við úr áhættuhegðu ungmenna í bænum.

Það er algjört forgangsverkefni jafnaðarmanna að vinna að því að öll börn og ungmenni geti stundað þær íþróttir og tómstundir sem þau hafa áhuga á óháð efnahagslegum aðstæðum þeirra. Við munum því áfram leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði foreldra og forráðaðmanna vegna þátttöku barna og unglinga í skipulögðu frístundastarfi meðal annars með hækkun frístundastyrkja.

Við viljum halda áfram að auka samþættingu skóla- og íþróttastarfs í bænum. Það verður gert með því að flétta í auknum mæli frístundastarf barna og unglinga inn í skóladag þeirra. Til að byrja með verði sérstök áhersla lögð á yngstu nemendurna.

Samfylkingin vill sjá fjölbreytta flóru félagasamtaka starfa að frístundamálum í bænum fyrir alla aldurshópa. Samfylkingin leggur áherslu á gott samstarf við alla þessa aðila þar sem markmiðið er að tryggja tilverugrundvöll allra svo flestir bæjarbúar geti fundið sér frístundastarf við hæfi.

 

Á næstu fjórum árum viljum við …

 • hækka frístundastyrki
 • auka samfellu í námi og frístundum ungmenna
 • ná betur til ungmenna af erlendum uppruna og kynna fyrir þeim þá möguleika sem þeim standa til boða í frístundastarfi.
 • efla frístundastarf fyrir eldri borgara m.a. til þess að sporna við félagslegri einangrun.
 • kanna möguleika á því að koma upp frumkvöðasetri í Hafnarfirði þar sem þátttakendur hafa aðgang að fablab (stytting á enska heitinu „fabrication laboratory”, stundum kallað stafræn smiðja á íslensku. Markmiðið er að bjóða upp á vettvang þar sem einstaklingum og frumkvöðlum gefst tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika,
 • auka aðgengi ungs fólks að hvers kyns skapandi greinum innan bæjarins, bæði innan skólakerfisins og í frístundastarfi
 • vinna að því að frístundabíllinn verði fyrir alla aldurshópa og efla rekstur hans
 • meta árangurinn af þeirri breytingu sem gerð var sumarið 2015 að færa tómstundir undir fræðslusvið hjá Hafnarfjarðarbæ
 • stórefla forvarnarstarf og skoða kosti þess að endurvekja forvarnarnefnd
 • tryggja aðgengi fyrir fatlað fólk að íþróttamannvirkjum
 • halda áfram að merkja fjölbreyttar göngu – og hjólreiðaleiðir innan Hafnarfjarðar og fjölga tækifærum bæjarbúa til fjölbreyttrar útiveru, t.d. með því að styðja við starfsemi í Bláfjöllum og bæta sjósundsaðstöðu
 • að Hafnarfjörður verði frumkvöðull í útivist og grenndarkennslu
 • huga vel að útivistararsvæðum í kringum bæinn m.a. með uppbyggingu salernisaðstöðu á vinsælum útivistarsvæðum
 • stórefla vinnuskólann í bænum meðal annars með að því tryggja ungmennum sem vinna við hann samkeppnishæf laun miðað við önnur sveitarfélög