Höfum heiðarleika, ábyrgð og virðingu að leiðarljósi

Nú styttist í kjördag og mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir um valkostina og fyrir hvað framboðin standa. Við sem erum fulltrúar Samfylkingarinnar trúum því að ákveðin gildi eigi að vera í forgrunni gagnvart kjósendum, þ.e. heið­arleiki, ábyrgð og virðing sem þjóna sem ákveðin leiðarljós í verkum okkar og kosningabar­ áttu. Hafnarfjörður hefur tækifæri á að vera fyrirmyndarbæjarfélag í þeim vinnubrögð­ um sem við viljum að séu ræktuð í bæjarfélaginu af kjörnum fulltrúum kjósenda.

Í stjórnmálum kjósum við fulltrúa okkar til að fara fyrir bæjarfélaginu og það er skilyrðislaus krafa að þeir séu heiðarlegir í svörum, komi fram af virð­ingu við kjósendur og starfsfólk bæjarfélagsins, beri ábyrgð á því sem sagt er og gæti jafnræðis í verkum sínum. Jafnframt er mikilvægt að kjörnir fulltrúar komi fram fyrir hönd allra bæjarbúa í öllum málum. Aðalstefnumál Samfylkingarinnar er fólkið í forgang og það þýðir að við skuldbindum okkur til að vinna að þeim stefnumálum sem íbúarnir setja í forgang, þ.e. stóraukið framboð á húsnæði, stórsókn í leikskólamálum og mæta ólíkum þörfum eldri borgara.

Við stefnum hátt með því að taka ábyrgð og standa við þau loforð sem eru gefin. Setjum okkur gildi sem við vinnum eftir og ræktum menningu Hafnarfjarðar.

Steinn Jóhannsson skipar 7. sæti á lista
Samfylkingar