Hellisgerði er perla Hafnarfjarðar

Skipulögð gróðursetning hófst í Hellis­gerði vorið 1923 og því verður bæjarperla okkar Hafnfirðinga 100 ára eftir aðeins örfá ár. Hellisgerði skipar stóran sess í hugum bæjarbúa enda er garðurinn einstakur og hefur verið hluti af bæjar­ mynd okkar lengur en elstu menn muna.

Að því tilefni var skipaður starfshópur til að gera verkefna og umbótaáætlun fyrir garðinn þannig að á 100 ára afmæli garðsins verði hann til sóma fyrir alla Hafnfirðinga. Okkur sem falið var að sitja í starfshópnum var strax ljóst mikilvægi þess að horfa til sögu garðsins og tryggja til framtíðar að hann þjóni upphaflegu hlutverki sínu, sem er að vera „skemmti­ staður þar sem bæjarbúar eiga þess kostað njóta ánægju og hvíldar“ svo vitnað sé í Magnamenn. Og enn fremur að „Vekja áhuga bæjarbúa á blóma og trjárækt og geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar“.

Í starfshópinn voru skipuð auk okkar, Þórunn Blöndal og fyrir Hafnar fjarðar­bæjar Berglind Guðmundsdóttir, lands­lagsarkitekt og Ingibjörg Sigurðardóttir, garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar.
Starfshópurinn sendi frá sér áfanga­skýrslu með tillögum til Umhverfis­ og framkvæmdaráðs þar sem lögð er áhersla á að sett verði í gang á þessu ári vinna við skipulag garðsins, mat á þörf fyrir þjón­ustu hús með skilgreindu hlutverki, ástandsmat og verðmat á gróðri, hleðslum og göngustígum og enn fremur að Hellis­gerði verði skilgreint sem safn og geti

þannig gengt menningar­ og fræðslu­ hlutverki sínu til framtíðar.

Ljóst er að þegar farið er í vinnu sem skiptir eins miklu máli og framtíðar­skipulag Hellisgerðis þá skiptir öllu máli að vandað sé til verka. Enda er hér um að ræða stolt bæjarbúa sem hefur verið okk­ur til yndisauka og búið til fjölda góðra minninga í hugum hvers og eins Hafn­firðings sem hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að heimsækja garðinn og eiga þar stundir.
Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi og formaður
umhverfis­ og framkvæmdaráðs.
Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður í ráðinu