Hafnarfjörður á að vera í fremstu röð

Það hefur verið sorglegt að fylgjast með þeim persónulegu átökum og þeim glundroða sem einkennt hafa störf meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar undir forystu Sjálfstæðis- flokksins á síðustu vikum og mánuðum. Þetta er ekki sú mynd sem bæjarbúar
 ilja að birtist af bænum þeirra og þeir eiga betra skilið.
Stóraukum framboð á húsnæði á viðráðanlegum kjörum
Hafnarfjörður rekur lestina á meðal bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varð­andi fjölda íbúða í byggingu. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta. Við ætlum að tryggja nægt framboð af lóðum og bjóða upp á fjölbreytta valkosti á húsnæðis­ markaði. Einnig viljum við byggja upp öruggan leigumarkað og taka höndum saman við félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni um uppbyggingu á stúdenta íbúðum, íbúðum fyrir aldraða og tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga.
Stórsókn í leikskólamálum
Í kjölfar eins lengsta og mesta hagvaxtarskeiðs landsins er staðan sú að þörf er á stórátaki í leikskólamálum í Hafnarfirði. Leikskólum og ungbarnaleik­skólum hefur verið lokað án þess að boðið hafi verið upp á ný úrræði í staðinn. Við í Samfylkingunni viljum byggja fleiri leik­skóla, ungbarnadeildir og ungbarnaleik­skóla samhliða því að fara í átak til að fjölga leikskólakennurum. Við teljum að mikilvægasta verk efn ið sé að hefja nú þegar bygg ingu leik­skóla í Suðurbæ.
Virkjum lýðræðið á ný
Íbúalýðræði hefur ekki átt upp á pallborðið hjá núverandi meirihluta. Átök og pólitískar barbabrellur Sjálfstæðisflokks­ins í tengslum við forgangsröðun framkvæmda sýna fram á þetta. Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á lýðræðislega þátttöku bæjarbúa og aukið aðgengi fólks að ákvarðanatöku þannig að ákvarðanir um forgangsröðun framkvæmda séu teknar í samráði og sátt við bæði íbúa og hagsmunaaðila.
Festa og ábyrgð einkenni störfbæjar stjórnar á ný

Karp bæjarstjórnar um kjörgengi og brottvikningar varabæjarfulltrúa úr nefnd­um og ráðum kemur í veg fyrir að hún geti einbeitt sér að málum sem skipta almenn­ing raunverulegu máli. Festa og ábyrgð verða að einkenna störf bæjarstjórnar á nýjan leik til að svo megi verða. Forsenda þess að það gangi eftir, og að Hafnarfjörður komist aftur í fremstu röð, er að Sam­fylkingin fái góða kosningu í bæjar stjórn­ar kosningunum 26. maí nk.

Árni Rúnar Þorvaldsson skipar 5. sæti á lista
Samfylkingarinnar