Greinar

  • Verum saman í sókn jafnaðar­manna!

    Verum saman í sókn jafnaðar­manna!

    Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til…

    Lesa meira


  • Efnum gefin loforð

    Efnum gefin loforð

    Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn…

    Lesa meira


  • Íbúalýðræði – forsenda vandaðra ákvarðana

    Íbúalýðræði – forsenda vandaðra ákvarðana

    Virkt íbúasamráð er forsenda farsællar ákvarðanatöku. Meiri sátt ríkir um ákvarðanir bæjarstjórnar sem byggja á virku samráði – í stórum málum sem smáum. Áherslan á lýðræði og lýðræðisleg vinnubrögð er grunnstoð í stefnu Samfylkingarinnar. Í huga jafnaðarmanna er lýðræðið meira en bara kosningar á fjögurra ára fresti. Lýðræðisleg vinnubrögð fela í sér margvíslega möguleika fyrir…

    Lesa meira


  • Knatthús og reiðhöll – undirbúningurinn endalausi 

    Knatthús og reiðhöll – undirbúningurinn endalausi 

    Undirbúningur að byggingu reiðskemmu Sörla og knatthúss Hauka hefur staðið árum saman. Í gær var  samþykkt í bæjarráði Hafnarfjarðar að fela umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrstu áfangum á knatthúsi Hauka og reiðhöll. Á einföldu máli þýðir bókunin fyrir Sörla og Hauka að halda skuli áfram að undirbúa það sem hefur verið í…

    Lesa meira


  • Við þurfum að huga vel að fólkinu okkar það skilar sér í framtíðinni

    Við þurfum að huga vel að fólkinu okkar það skilar sér í framtíðinni

    Velferðarstefna á traustum grunni Velferðarstefna jafnaðarmanna hvílir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Öflug velferðarþjónusta er forsenda réttláts samfélags og hún skapar öryggi og efnahagslegan stöðugleika. Það skiptir máli að leggja áherslu á þjónustu sem grundvallist af virðingu fyrir sjálfstæði einstaklinga og að sú þjónustan uppfylli grunnþarfir allra bæjarbúa. Húsnæðismál eru velferðarmál Eitt af stóru verkefnunum…

    Lesa meira


  • Aukum þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi

    Aukum þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi

    Hafnarfjörður er íþrótta- og tómstundabær og það má fullyrða að fá bæjarfélög státa af jafn fjölskrúðugri menningu í málaflokknum. Bæjarfélagið styður við ungmenni með niðurgreiðslum á þátttöku í íþróttum og tómstundum í formi frístundastyrkja. Það voru jafnaðarmenn í Hafnarfirði sem komu á þessu kerfi í Hafnarfirði árið 2002 og þar með varð Hafnarfjörður fyrsta sveitarfélagið…

    Lesa meira


  • Börn með fjöl­þættan vanda og van­ræksla ríkis­stjórnarinnar

    Börn með fjöl­þættan vanda og van­ræksla ríkis­stjórnarinnar

    Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á…

    Lesa meira


  • Stöndum vörð um Hafnar­fjörð! 

    Stöndum vörð um Hafnar­fjörð! 

    Það þarf öfluga velferð fyrir fólk þannig að kröftugt atvinnulíf nái að blómstra. En um leið þarf heilbrigt atvinnulíf að vera til staðar, þannig að velferðin njóti sín. Þetta samspil er mikilvægt, enda grunntónn í allri nálgun okkar jafnaðarmanna að verkefnum til heilla fyrir fólk og til að auka lífsgæði almennings. Mörgum þykir þetta svo…

    Lesa meira


  • Grunn­skólinn er fyrir alla nem­endur

    Grunn­skólinn er fyrir alla nem­endur

    Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að…

    Lesa meira


  • Það er verk að vinna í Hafnar­firði

    Það er verk að vinna í Hafnar­firði

    Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að…

    Lesa meira


Create a website or blog at WordPress.com

%d bloggurum líkar þetta: