8. Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, stærðfræðingur

Netföng:
Símanúmer:
Heimasíður:
Samfélagsmiðlar:
Greinaskrif:

 

 

 

 

 

Stærðfræðingur, sérfræðingur í fasteignamati hjá Þjóðskrá Íslands. Fráskilin, en í föstu sambandi. Eigum við tvo syni, 16 og 24 ára sem og 18 mánaða sonardóttur. Frítíminn fer í að ferðast, fór til Indlands á síðasta ári og stefni á Bandaríkin, Mexico og Rússland á þessu ári. Hef einnig afskaplega gaman af því að fá barnabarnið lánað. Eitt af þeim málum sem mér finnst mest aðkallandi í dag eru húsnæðismálin, það er mjög alvarlegt mál að Hafnarfjörður sem og flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa boðið upp á mjög fáar lóðir undanfarin ár, sem hefur haft þau áhrif að húsnæðisverð hefur rokið upp og valdið vandræðum fyrir þá sem vilja kaupa sína fyrstu íbúð eða stækka við sig. Meðferð eldri borgara hefur líka verið klúðrað undanfarin ár, ég er mjög hlynnt því að gera fólki kleift að vera eins lengi heima og það vill og getur, en því miður hefur sú stefna farið út í öfgar sínar og fólk sem er komið á níræðis- og jafnvel tíræðisaldurfær ekki inn á stofnun við hæfi þrátt fyrir vilja þess sjálfs að komast í þjónustu sem því hentar. Sem jafnaðarmanneskja þá er ég að sjálfsögðu á þeirri skoðun að allir eigi að hafa sömu möguleika óháð fjárhag sem þýðir að skóla- og heilbrigðiskerfið þarf að vera í lagi og ég er algjörlega á móti þeirri þróun að einkavæða þesi kerfi.