21. Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi

Netföng:
Símanúmer:
Heimasíður:
Samfélagsmiðlar:
Greinaskrif:

 

 

 

 

 

Starf: Bæjarfulltrúi og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands

Fjölskylduhagir: Ég er kvæntur Katrínu N. Sverrisdóttur leikskólakennara og eigum við fimm börn á aldrinum 3-21 árs og kattarunglinginn Uglu.

Áhugamál: í dag eru ferðalög, útivist og skíði með fjölskyldunni efst á áhugamálalistanum.

Ég brenn fyrir gegnsæu og opnu samfélagi þar sem pláss er fyrir alla. Mannréttindi og þjónusta við elstu bæjarbúanna eru mér sérstaklega hugleikin. Þar eigum við einna mest verk óunnið sem samfélag og þörf fyrir raunverulega hugarfarsbyltingu í stjórnmálunum.

Skemmtileg staðreynd: Fyrir 20 árum tók ég þátt í að búa til Tónlistann, nýtt framboð ungs fólks í bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Meðalaldur frambjóðenda listans var 21 ár og börðumst við meðal á annars fyrir því að efla menningu og listir ungs fólks í bænum og fjölgun leikskóla. Við náðum ekki inn manni en það munaði mjóu.