16. Þórunn Blöndal, málfræðingur

Netföng:
Símanúmer:
Heimasíður:
Samfélagsmiðlar:
Greinaskrif:

 

 

 

 

 

Þórunn Blöndal og er málfræðingur að mennt. Ég er aðflutt í Hafnarfjörð en hef búið hér 48 ár svo ég fer nú að sækja um ríkisborgararétt hvað úr hverju. Kennsla hefur verið mitt aðalstarf og áhugamál í áratugi og enn eru það skólamálin sem ég brenn fyrir. Í Hafnarfirði vil ég sjá framsækna skóla þar sem skapandi greinar og frumkvöðlastarf fá nægt rými. Auk þess þyrfti að stefna að því að skapandi hugsun einkennni vinnu í flestum kennslugreinum í grunn- og framhaldsskólum. Ég vil að vel sé séð fyrir þörfum allra bæjarbúa, ekki síst yngstu og elstu aldurshópanna og þeirra sem koma frá fjarlægum löndum og setjast hér að. Mínar óskir til handa Hafnarfirði eru þær að bærinn fái að blómstra og dafna og verða áfram ákjósanlegur staður til búsetu fyrir unga og aldna.