15. Guðjón Karl Arnarson, forstöðumaður

Netföng:
Símanúmer:
Heimasíður:
Samfélagsmiðlar:
Greinaskrif:

 

 

 

 

 

Guðjón Karl Arnarson er búsettur í miðbæ Hafnarfjarðar, hann er faðir tveggja ungra barna og í sambúð með móður þeirra. Guðjón er menntaður tölvunarfræðingur en starfar sem forstöðumaður á sviði sem sinnir nýsköpun hjá Reiknistofu Bankanna. Frá árinu 2014 hefur Guðjón verið formaður Ský sem skipuleggur meðal annars hina árlegu UTmessu, stærstu tækniráðstefnu Íslands. Guðjón hefur mikinn áhuga á vísindum, tónlist, íþróttum, ferðalögum jafnt innanlands sem utan og útivist almennt. Hann fylgist vel með tækninýjungum og dundar sér oft við forritun þegar tími gefst til. Guðjón ber hag barna fyrir brjósti hvort sem það í menntageiranum, heilbrigðiskerfinu eða í æskulýðs og tómstundastarfi. Þá telur hann mikilvægt að leita ávalt leiða til þess að bæta samfélagið og telur að alltaf sé hægt að gera betur. Guðjón er stoltur af því að hafa verið nörd frá unga aldri en hann lærði margföldun og deilingu, áður en hann lærði að lesa.