11. Sverrir Jörstad Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri

Netföng:
Símanúmer:
Heimasíður:
Samfélagsmiðlar:
Greinaskrif:

 

 

 

 

 

Sverrir er leikskólakennari og starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Leikskólanum Stekkjarás. Hann er eins og svo margt annað gott fólk fráskilinn og á tvo stráka. Sá eldri er í veitingabransanum en sá yngri er menntaskólanemi með leiklistabakteríu. Sverrir er í sambúð með Eyrúnu Ósk Jónsdóttur rithöfundi. Sverrir er áhugamaður um skólamál og er umhugað um bæði hagsmuni nemenda og kennara. Hann hefur kennt bæði á leik- og grunnskólastigi og verið í samninganefndum, samstarfsnefndum, stjórnum ofl. á vegum Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda í leikskólum og Félags grunnskólakennara í Hafnarfirði. Hann hefur líka undarlega mikinn áhuga og sterkar skoðanir á skipulagsmálum í bænum, ekki síst í upplandinu þar sem hann vill gera átak í að merkja og fjölga göngu- og hjólaleiðum. Auk þess að bæta aðgengi þeirra sem eiga erfitt með gang, s.s aldraðra og fatlaðra. Á þessu kjörtímabili hefur Sverrir setið sem varamaður í Umhverfis- og framkvæmdarráði og sem fulltrúi í starfshóp um heilsueflandi bæjarfélag og um framtíð Hellisgerðis. Sverrir er púllari í húð og hár en veit samt ekkert um fótbolta.