Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur samhljóða með lófataki á fjölmennum félagsfundi þann 7. mars 2022.
Guðmundur Árni Stefánsson leiðir listann, en hann var efstur í flokksvali sem haldið var í febrúar. Í næstu sætum á eftir Guðmundi Árna eru Sigrún Sverrisdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Stefán Már Gunnlaugsson og Kolbrún Magnúsdóttir. Sú röðun er í samræmi við niðurstöður flokksvalsins.
Guðmundur Árni Stefánsson segir að listinn sé feikilega sterkur og samanstandi af öflugu fólki á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn. „Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ekki bara sigurstranglegur heldur líka fjölbreyttur en á listanum er fólk úr öllum áttum úr hafnfirsku samfélagi. Við erum með ungt og ferskt fólk í bland við reynslu sem hefur brennandi áhuga á öllum hliðum samfélagsins. Við erum mætt til leiks og ætlum að láta verkin tala.“
Hér er að neðan er framboðslistinn í heild birtur.
1. sæti
Guðmundur Árni Stefánsson
fyrrverandi. bæjarstjóri í Hafnarfirði,
66 ára.
2. sæti
Sigrún Sverrisdóttir
bæjarfulltrúi og hjúkrunarfræðinemi,
44 ára.
3. sæti
Árni Rúnar Þorvaldsson
grunnskólakennari og varabæjarfulltrúi, 45 ára.
4. sæti
Hildur Rós Guðbjargardóttir
kennaranemi og starfsmaður á Hrafnistu, 29 ára.
5. sæti
Stefán Már Gunnlaugsson
héraðsprestur og varabæjarfulltrúi,
48 ára.
6. sæti
Kolbrún Magnúsdóttir
mannauðsstjóri, 44 ára.
7. sæti
Auður Brynjólfsdóttir
starfsmaður á leikskóla, 26 ára.
8. sæti
Jón Grétar Þórsson
starfsmaður hjá félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, 39 ára.
9. sæti
Gunnar Þór Sigurjónsson
upplýsingaöryggisstjóri, 28 ára.
10. sæti
Helga Þóra Eiðsdóttir
markaðsfræðingur, 59 ára.
11. sæti
Gauti Skúlason
verkefnastjóri hjá fimm aðildarfélögum BHM, 28 ára.
12. sæti
Gundega Jaunlinina
starfsmaður hjá verkalýðsfélaginu Hlíf, 22 ára.
13. sæti
Snædís Helma Harðardóttir
háskólanemi í þroskaþjálfun og leikskólastarfsmaður, 21 árs.
14. sæti
Símon Jón Jóhannsson
framhaldsskólakennari í Flensborg,
64 ára.
15. sæti
Inga B. Margrétar Bjarnadóttir
starfsmaður hjá Þroskahjálp, 28 ára.
16. sæti
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir
aðstoðarskólastjóri í Hraunvallaskóla, 49 ára.
17. sæti
Reynir Ingibjartsson
rithöfundur, 81 árs.
18. sæti
Sigurjóna Hauksdóttir
háskólanemi í uppeldis- og menntunarfræði, 20 ára.
19. sæti
Gylfi Ingvarsson
eldri borgari og vélvirki, 77 ára.
20. sæti
Sigrid Foss
fótaaðgerðafræðingur, 68 ára.
21. sæti
Steinn Jóhannsson
rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, 53 ára.
22. sæti
Adda María Jóhannsdóttir
bæjarfulltrúi og framhaldsskólakennari, 55 ára.