-
Verum saman í sókn jafnaðarmanna!
Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til…
-
Efnum gefin loforð
Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn…
-
Íbúalýðræði – forsenda vandaðra ákvarðana
Virkt íbúasamráð er forsenda farsællar ákvarðanatöku. Meiri sátt ríkir um ákvarðanir bæjarstjórnar sem byggja á virku samráði – í stórum málum sem smáum. Áherslan á lýðræði og lýðræðisleg vinnubrögð er grunnstoð í stefnu Samfylkingarinnar. Í huga jafnaðarmanna er lýðræðið meira en bara kosningar á fjögurra ára fresti. Lýðræðisleg vinnubrögð fela í sér margvíslega möguleika fyrir…
-
Knatthús og reiðhöll – undirbúningurinn endalausi
Undirbúningur að byggingu reiðskemmu Sörla og knatthúss Hauka hefur staðið árum saman. Í gær var samþykkt í bæjarráði Hafnarfjarðar að fela umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrstu áfangum á knatthúsi Hauka og reiðhöll. Á einföldu máli þýðir bókunin fyrir Sörla og Hauka að halda skuli áfram að undirbúa það sem hefur verið í…