
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur samhljóða með lófataki á fjölmennum félagsfundi þann 7. mars s.l.
Guðmundur Árni Stefánsson leiðir listann en hann var efstur í flokksvali sem haldið var í febrúar. Á eftir Guðmundi Árna koma Sigrún Sverrisdóttir, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Stefán Már Gunnlaugsson og Kolbrún Magnúsdóttir. Sú röðun er í samræmi við niðurstöður flokksvalsins.
Guðmundur Árni Stefánsson segir að listinn sé feikilega sterkur og samanstandi af öflugu fólki á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn. „Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er ekki bara sigurstranglegur heldur líka fjölbreyttur en á listanum er fólk úr öllum áttum úr hafnfirsku samfélagi. Við erum með ungt og ferskt fólk í bland við reynslu sem hefur brennandi áhuga á öllum hliðum samfélagsins. Við erum mætt til leiks og ætlum að láta verkin tala.“
Hér má sjá listann í heild sinni:
- Guðmundur Árni Stefánsson – Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði
- Sigrún Sverrisdóttir – Bæjarfulltrúi og hjúkrunarfræðinemi
- Árni Rúnar Þorvaldsson – Grunnaskólakennari og varabæjarfulltrúi
- Hildur Rós Guðbjargardóttir – Kennaranemi og starfsmaður á Hrafnistu
- Stefán Már Gunnlaugsson – Héraðsprestur og varabæjarfulltrúi
- Kolbrún Magnúsdóttir – Mannauðsstjóri
- Auður Brynjólfsdóttir – Starfsmaður á leikskóla
- Jón Grétar Þórsson – Starfsmaður hjá félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar
- Gunnar Þór Sigurjónsson – Upplýsingaöryggisstjóri
- Helga Þóra Eiðsdóttir – Markaðsfræðingur
- Gauti Skúlason – Verkefnastjóri hjá fimm aðildarfélögum BHM
- Gundega Jaunlinina – Starfsmaður hjá verkalýðsfélaginu Hlíf
- Snædís Helma Harðardóttir – Háskólanemi í þroskaþjálfun og leikskólastarfsmaður
- Símon Jón Jóhannsson – Framhaldsskólakennari í Flensborg
- Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir – Starfsmaður hjá Þroskahjálp
- Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir – Aðstoðarskólastjóri í Hraunvallaskóla
- Reynir Ingibjartsson – Rithöfundur
- Sigurjóna Hauksdóttir – Háskólanemi í uppeldis- og menntunarfræði
- Gylfi Ingvarsson – Eldri borgari og vélvirki
- Sigrid Foss – Fótaaðgerðafræðingur
- Steinn Jóhannsson – Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
- Adda María Jóhannsdóttir – Bæjarfulltrúi og framhaldsskólakennari