1. maí kaffi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði


Kæru félagar í Samfylkingunni í Hafnarfirði

Í tilefni af baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, bjóðum við ykkur að þiggja 1. maí kaffi í húsnæði okkar að Strandgötu 43, á morgun þriðjudag á milli 14.00-17.00.
Klukkan 17.00 bjóða verkalýðsfélögin síðan upp á baráttutónleika í Bæjarbíó og hvetjum við fólk til þess að fjölmenna þangað að kaffinu loknu.
Eins og þið vitið fer nú senn að líða að sveitarstjórnarkosningum og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur stillt um 22 manna lista fólks sem brennur fyrir hugsjónum jafnaðarmennskunnar, vill láta gott af sér leiða í samfélaginu og ætlar að láta verkin tala. Það er vor í lofti og félagið ætlar að hella sér út í skemmtilega og heiðarlega kosningarbaráttu.
Á síðasta aðalfundi félagsins samþykktu félagsmenn að gefa þeim félagsmönnum sem langar að fá að styrkja félagið sitt fyrir þessar kosningar tækifæri til þess að greiða valkvætt árgjald upp á 3500 kr. Við munum því senda valkvæða kröfu í heimabanka félagsmanna á næstu dögum svo að þeir sem óska eftir að fá að styrkja Samfylkinguna í Hafnarfirði fyrir kosningarnar hafi kost á að gera það. Þeir sem hinsvegar hafa ekki áhuga eða tök á að greiða slíkt árgjald sleppa þá að greiða kröfuna, þeir geta valið að fela hana í heimabankanum og krafan mun svo hverfa úr heimabankanum innan tíðar.
Við þökkum kærlega fyrir velvild ykkar, baráttukveðja til ykkar allra og hlökkum til að sjá ykkur

Samfylkingin í Hafnarfirði


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Create a website or blog at WordPress.com

%d bloggurum líkar þetta: