
Ávinningurinn af styttri vinnuviku
En hvers vegna ættum við í Hafnarfirði að ráðast í slíkt tilraunaverkefni? Rannsóknir (m.a. hjá Reykjavíkurborg) og niðurstöður af þeim tilraunaverkefnum sem hafa verið framkvæmd eru mjög jákvæðar. Það sem stendur upp úr er að starfsfólk afkastar meiru, starfsandi batnar og fjarvistum vegna veikinda fækkar. Stóra málið er að styttri vinnuvika eykur líkurnar á að foreldrar verji meiri tíma með börnunum sínum en í dag er fjöldi foreldra sem er með börn á leikskóla í allt að 9 tíma á dag sem getur ekki talist góð þróun. Kannanir gefa einnig vísbendingar um að börn í grunnskóla verji sífellt meiri tíma ein heima og meiri samvera með foreldrum mynda styðja betur við nám barnanna og veita þeim jafnframt meira aðhald. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera fyrirmyndarbæjarfélag og Samfylkingin er tilbúin að setja fjölskylduvænt umhverfi í forgang sem stuðlar að betri framtíð fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Steinn Jóhannsson
skipar sjöunda sæti á lista Samfylkingarinnar.